Við fórum í heimsókn í höfuðstöðvar Heras í Hollandi, var okkur sýnt allt það nýjasta á markaðinum og farið var einnig yfir eldri vörur sem hafa verið uppfærðar og gerðar lítillega breytingar til hins betra.

Sýningarsalurinn stendur uppúr ...

Ný heimasíða er í vinnslu hjá okkur í Hagvís og verður hún bylting frá fyrri síðu og auðveldar ykkur að finna þar vörur og bæklinga á okkar.

Verk lok á Heimasíðunni er áætluð ekki seinna en 5 júlí 2016 og byðjum við ykkur að sýna okkur þolinmæði þangað til.

 

Mikill áhugi fagaðila og almennings á byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum sýndi sig í Laugardalshöll um helgina, því um 23.000 gestir mættu á stórsýninguna Verk og vit sem þar var haldin dagana 3.–6. mars. Alls tóku 90 sýnendur þátt og kynntu fyrir gestum vörur sínar og þjónustu. Þetta eru mun fleiri gestir en komu á Verk og vit 2008, en þá heimsóttu 18.000 gestir sýninguna.

Bestu þakkir til ykkur sem kíktu inná básinn okkar hjá Hagvís, okkur þótti verulega gaman að sjá ykkur og sýndann áhuga á vörum okkar.

Verið velkomin að fylgjast með okkur á síðu Hagvísar á fésbókinni þar eru myndir og ýmis fróðleikur.

Nú er allt á fullu með undirbúning í ferð til höfuðstöðvar Heras í Hollandi, verðum við í viku tíma til að fara yfir ný mál og nýja tíma sem frammundan eru í fyrirtækinu okkar.
Spennandi tímar hjá okkur í Hagvís.

Hagvís verður á sýningunni Verk og Vit í Laugadalshöllinni ásamt allmörgum fyrirtækjum þessi sýning er ætluð framleiðendum og innflytjendum sem koma að bygginga- og þjónustufyrirtækjum, hönnun og ráðgjöfum.

Ætlunin er að kynna það allra nýjasta sem er að koma á markaðinn. 

Dagskráin er fjölbreytt ýmsir viðburðir verða samhliða sýningunni. Þriðja og fjórða mars verður opið fyrir fagaðila en helgina 5.- 6. mars verður almenningur boðinn velkominn.

Verið velkomin að básnum hjá okkur í Hagvís það gleður okkur að hitta ykkur.