Hagvís er leiðandi fyrirtæki í grindagirðingum og hefur þjónað öllum sínum viðskiptavinum eftir bestu getu. Við fylgjumst vel með framförum og breytingum og látum ykkur njóta góðs af þeirri þróun og nýjungum sem fram koma hverju sinni. Hagvís hefur flutt inn girðingar frá Heras í Hollandi síðan 1985.

Við hjá Hagvís erum fyrsta fyrirtækið sem Heras stofnaði til samstarfs við í Evrópu.

Heras er eitt stærsta fyrirtæki í Evrópu á sviði girðingarframleiðslu og er þekkt fyrir fallega hönnun, sterkar og endingargóðar girðingar. Orðspor okkar hjá Hagvís byggir á gæðum, trausti og öryggi. Hagvís nýtur góðs af krafti og stærð Heras og þeim góður vörum sem Heras hefur í boði. Hagvís hefur síðan aðgang að starfsfólki Heras varðandi allar tæknilegar lausnir og útfærslur.

Við hjá Hagvís bjóðum uppá margar tegundir girðinga og hlið frá Heras, m.a. netgirðingar, rimlagirðingar bæði fyrir fyrirtæki, heimili, útivistarsvæði, skóla og leikskóla.

Þá hefur Hagvís upp á að bjóða hljóðveggi í ýmsum útfærslum. Þeir eru góður kostur fyrir fyrirtæki, vinnusvæði og heimili. Þeir eru hentug leið til að draga úr hávaða frá umferð. Sniðug lausn til að útiloka frá hávaða af ýmsum ástæðum.

Girðingar og hlið frá Heras standa víðsvegar á Íslandi, meðal annars umhverfis fjölda skóla, leikskóla, íþróttaleikvanga, kirkjugarða, verksmiðjusvæði, milli akbrauta og á öllum stærstu flugvöllum landsins. 

Margra ára reynsla er af girðingum frá Heras á Íslandi.

Við hjá Hagvís bjóðum uppá nýjunga í húsgögnum frá WallbedItalia til Íslands, Hagvís er umboðsaðili á Íslandi fyrir WallbedItalia sem er hágæða vörur frá Ítalíu, falleg og vönduð húsgögn.

WallbedItalia er mest þekkt á Ítalíu, Singapor og New york þar hefur markaðssókn þeirra verið vegna verð á fermetra íbúða er hár og skiptir nýting hvers fermetri miklu máli einnig hönnun og gæði þar sem er hugsað fyrir öllu.

 

Hagvís er einnig með gæða vörur frá DormaKaba frá Þýskalandi sem er með það allra nýjasta í dyralæsinga málum og aðgangsstýringum innanhúss fyrir hótel rekstur og fyrirtækin. Vörurnar frá DormaKaba eru þekktar út um allan heim fyrir þægindin, endingu og fegurð.

Með DormaKaba vörunum er hægt að finna út hvernig er best að stjórna og stýra ferðamanna straumnum á sem hraðasta og skilvirkastan hátt.

 

D15

Skilmálar söluveðs:

Seljandi á söluveð í hinu selda samkvæmt 35. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð, til tryggingar á greiðslukaupverðs, vöxtum og öllum kostnaði.

Samþykktir víxlar og skuldabréf fela í sér samning um greiðslufrest og fella ekki brott söluveð seljanda fyrr en full greiðsla kaupverðs hefur borist.

Kaupandi skuldbindur sig til þess að halda hinu keypta vel við meðan kaupverð er ekki að fullu greitt.

Kaupandi má hvorki selja eða veðsetja hið keypta, án samþykkis seljanda fyrr en kaupverð hefur verið að fullu greitt, sbr. 37. gr laga nr. 75/1997.

Komi til verulegra vanskila af hálfu kaupanda með greiðslu kaupverðs eða annarra greiðslna eða verði misbrestur á viðhaldi hins keypta, er seljanda heimilt að krefjast nauðungarsölu hins selda á undangengins dóms, sáttir og fjárnáms, sbr38.gr laga nr. 75/1997 eða rifta samningi þessum og krefjast afhendingar á hinu selda. Með verulegum vanskilum samkvæmt grein þessari er átt við að greiðsludráttur hafi staðið lengur en í 15 daga.

Eftir riftun á kaupum/söluveði verður seljandiað nýju eigandi hins selda. Skal seljanda heimilt að endurselja vörurnar og ráðstafa endursöluverðinu, að frádregnum kostnaði vð riftun og endursölu, inn á viðskiptareikning kaupanda.

Hafið samband við okkur á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að fá nánari upplýsingar og tilboð.

Hagvís ehf
Kt: 660107-0610 

Póstholf 28, 602 Akureyri

Söludeild og lager
Sími: 4601706,

Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

e-mail: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gsm: 8999897 / Birgir