Girðingarnar okkar eru sterkar, mjúkar viðkomu og fallegar í útliti. Öryggi er í fyrirrúmi, einkum vegna smárra handa þ.e. ekki er hægt að klifra yfir. Einnig eru þær til í mörgum stærðum og í regnbogans litum. Hlið fást með sama útliti og grindverkin. 

Ef þú ert í byggingariðnaðinum þá erum við með allar þær lausnir sem verkið krefst, Fyrirtækið þitt getur lokað af vinnusvæði og þannig komið í veg fyrir óviðkomandi umferð og ágang. Þannig má betur tryggja öryggi á og utan vinnusvæðis. 

Það er sama hversu smátt, stórt, þröngt eða vítt vinnusvæði er þá getum við fundið lausnir sem henta því og verkinu sem verið er að fást við.

Hliðin eru bæði rafkúnin eða með lömum. Um er að ræða allt frá einföldum girðingum fyrir heimili til öryggisgirðinga fyrir leiksvæði, skóla, flugvelli, hafnir og fangelsi.

Girðingarnar fást með myndavélakerfum, vír er hægt að setja í girðingar okkar sem ekki sést í, er hann tengdur beint í stjórnstöð ásamt aðgangsstýringum og mörgum fleiri möguleikum.

Allt fer þetta eftir verkefni og aðstæðum þegar lausnir eru skoðaðar. Hvert verk er með sínar sérstöku þarfir. Siðan er hægt að velja færanlegar girðingar eða girðingar reknar beint í jarðveginn Það má líka velja það nýjasta sem er hljóðveggir. Þeir draga úr hljóðmengun í næsta nágrenni, bæta þannig hljóðvist þeirra sem búa í næsta nágrenni. 

Framleiðslan er hjá Heras í Hollandi. Heras eru fremstir þegar kemur að kröfum um gæði fyrir vörur á markað í Evrópu. 

Framleiðslu ferlið hjá Heras er  galvanisering, þá er sett lag af epoxy og ofan á það pólýester, sem gerir það að verkum að gæðin og endingin á girðingum sem við bjóðum viðskiptavinum okkar er mjög mikil.

Þarna kemur líka áratuga vöruþróun og reynsla Heras okkur að góðum notum.

Við hjá Hagvís erum ófeimin og stolt af samstarfi okkar við Heras í Hollandi.

Vörurnar frá Heras er til sýnis í sýningarsal okkar að Fossaleyni 16 Reykjavík. 

Verið velkomin.

panelGirdingnetaGirdingrimlaGirdingsteinaGirding