Hliðin okkar eru hvert öðru ólík. Þau henta mismunandi kröfum viðskiptavina okkar og þannig hægt að útvega hlið sem sniðin eru að þörfum hverju sinni.

Delta er lang vinsælasta hliðið hjá viðskipavinum, Deltahliðin eru í stöðugri þróun og fáum við að njóta þess strax frá okkar fólki í Heras. Þau eru hljóðlát,  snögg og bilanir eru mjög fátíðar. 

Það er alltaf hægt að fá varahluti í Delta hliðin, sem og önnur hlið frá okkur, ef eitthvað kemur uppá.

Hægt er að fá varanlegt hlið. Einnig fást færanlegt hlið sem hentar vel fyrir byggingarsvæði.

Þau hlið er hægt er að færa til með auðveldum hætti eftir því sem þörf krefur.

Öll hliðin er hægt að tengja við gsm símakerfið. Það auðveldar alla vinnu og umgang um hliðin.

Öryggi hliðanna er mikið og er því lítil sem engin hætta á að einhver klemmist eða verði á milli. Hliðin lokast með ljúflokun sem við þekkjum betur í skápum og skúffum í eldhúsinu heima hjá okkur. 

Allt er þetta gert með öryggi í huga en um leið eykur það endingu hliðanna.

Vörurnar frá Heras er til sýnis í sýningarsal okkar að Fossaleyni 16 Reykjavík. 

Verið velkomin.