SAGA FYRIRTÆKISINS

Hagvís er leiðandi fyrirtæki í girðingum og aðgangsstýringum sem hefur þjónað öllum sínum viðskiptavinum eftir bestu getu. Við fylgjumst vel með framförum og breytingum og látum ykkur njóta góðs af þeirri þróun og nýjungum sem fram koma hverju sinni. 

 

Hagvís hefur flutt inn girðingar og hlið frá Heras í Hollandi síðan 1985.

 

Hagvís er elsti núverandi viðskiptavinur Heras.

 

Heras er eitt stærsta fyrirtæki í Evrópu á sviði aðgangsstýringar utanhúss og er þekkt fyrir fallega hönnun, sterkar og endingargóðar girðingar og hlið. Orðspor okkar hjá Hagvís byggir á gæðum, trausti og öryggi.

 

Hagvís nýtur góðs af krafti og stærð Heras og þeim góður vörum sem Heras hefur í boði. Hagvís hefur síðan aðgang að starfsfólki Heras varðandi allar tæknilegar lausnir og útfærslur.

 

Við hjá Hagvís bjóðum uppá margar tegundir girðinga og hliða frá Heras, m.a. netgirðingar, rimlagirðingar bæði fyrir fyrirtæki, heimili, útivistarsvæði, skóla og leikskóla.

 

Þá hefur Hagvís upp á að bjóða hljóðveggi í ýmsum útfærslum. Þeir eru góður kostur fyrir fyrirtæki, vinnusvæði og heimili. Þeir eru hentug leið til að draga úr hávaða frá umferð. Sniðug lausn til að útiloka frá hávaða af ýmsum ástæðum.

 

Girðingar og hlið frá Heras standa víðsvegar á Íslandi, meðal annars umhverfis fjölda skóla, leikskóla, íþróttaleikvanga, kirkjugarða, verksmiðjusvæði, milli akbrauta og á öllum stærstu flugvöllum landsins. 

 

Margra ára reynsla er af girðingum og hliðum frá Heras á Íslandi.

 

 

Við hjá Hagvís bjóðum uppá nýjunga í húsgögnum frá WallbedItalia til Íslands, Hagvís er umboðsaðili á Íslandi fyrir WallbedItalia sem er hágæða vörur frá Ítalíu, falleg og vönduð húsgögn.

 

WallbedItalia er mest þekkt á Ítalíu, Singapor og New york þar hefur markaðssókn þeirra verið vegna verð á fermetra íbúða er hár og skiptir nýting hvers fermetri miklu máli einnig hönnun og gæði.

 

Hagvís er einnig með gæða vörur frá DormaKaba frá Þýskalandi, sem er með það allra nýjasta í aðgangsstýringum innanhúss fyrir hótel rekstur, fyrirtækin og heimili.

Vörurnar frá DormaKaba eru þekktar út um allan heim fyrir þægindin, endingu og fegurð.

Með DormaKaba vörunum er hægt að finna út hvernig er best að stjórna og stýra ferðamanna straumnum á sem hraðasta og skilvirkastan hátt.

 

Hagvís getur nú boðið hreinsistöðvar frá Litháen  fyrir sumar- og íbúðarhús, ferðamannastaði, smærri íbúðabyggðir og ýmiskonar fyrirtæki.  Þessar hreinsistöðvar uppfylla allar ströngustu kröfur sem gerðar eru í Evrópu.

Þá hefur Hagvís ásamt með UAB LZT Consulting í Litháen stofnað ráðgjafarfyrirtækið LZT Iceland ehf.

Með því getum við boðið upp á ráðgjafaþjónustu og lausnir á sviði fráveitumála fyrir stærri sveitarfélög og fyrirtæki t.d. fyrirtæki  í matvælavinnslu og fiskeldi á landi.