Bómurnar okkar eru bæði léttar, snöggar fást og í ýmsum útgáfum. Þær eru í nokkrum lengdum, allt frá stuttum slám og upp í mjög langar. Hægt er að fá þær með lýsingu. Næmni bómanna er mjög mikil þær stoppa á mjúkum svampi, við létta snertingu t.d. þegar sláin snertir bíl eða barn sem gengur í veg fyrir hana. Þetta kemur í veg fyrir árverka eða að skemmdir verði á farartækjum eða öðru sem á vegi hennar verður.

Bómur eru mjög vinsælar hjá fyrirtækjum og á sumarbústaðarsvæðum, þeim er hægt að stýra með gsm, sem gerir alla umgengni auðvelda og aðgengið þægilegra. 

Hringlaga inngangsstýringar eru hentugar þegar margt fólk er í einu að reyna að komast til og frá ákveðnum stöðum eða atburðum. Hér er t.d átt við ferðamannastaði, íþróttaviðburði og wc ferðir. Þá er hægt er að stjórna allri umferð til og frá, einnig ef á að borga inná svæði þá erum við með einfaldar og sniðugar lausnir.

Þannig er hægt að stýra fólksstreymi og bæta allt skipulag með einföldum og jákvæðum hætti.