SKILMÁLAR SÖLUVERÐS

D15

Skilmálar söluveðs:

Seljandi á söluveð í hinu selda samkvæmt 35. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð, til tryggingar á greiðslukaupverðs, vöxtum og öllum kostnaði.

Samþykktir víxlar og skuldabréf fela í sér samning um greiðslufrest og fella ekki brott söluveð seljanda fyrr en full greiðsla kaupverðs hefur borist.

Kaupandi skuldbindur sig til þess að halda hinu keypta vel við meðan kaupverð er ekki að fullu greitt.

Kaupandi má hvorki selja eða veðsetja hið keypta, án samþykkis seljanda fyrr en kaupverð hefur verið að fullu greitt, sbr. 37. gr laga nr. 75/1997.

Komi til verulegra vanskila af hálfu kaupanda með greiðslu kaupverðs eða annarra greiðslna eða verði misbrestur á viðhaldi hins keypta, er seljanda heimilt að krefjast nauðungarsölu hins selda á undangengins dóms, sáttir og fjárnáms, sbr 38. gr laga nr. 75/1997 eða rifta samningi þessum og krefjast afhendingar á hinu selda. Með verulegum vanskilum samkvæmt grein þessari er átt við að greiðsludráttur hafi staðið lengur en í 15 daga.

Eftir riftun á kaupum/söluveði verður seljandi að nýju eigandi hins selda. Skal seljanda heimilt að endurselja vörurnar og ráðstafa endursöluverðinu, að frádregnum kostnaði við riftun og endursölu, inn á viðskiptareikning kaupanda.

Hafið samband við okkur á netfangið hagvis@hagvis.is til að fá nánari upplýsingar og tilboð.
Hagvís ehf
Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Söludeild og lager
Gsm 899 9897 
birgir@hagvis.is
 

Hagvís ehf
Kt: 660107-0610
Póstholf 28, 602 Akureyri  
Sími: 460 1706