Hraðhlið – fyrir örugga og skilvirka aðgangsstýringu
Hraðhliðin henta einstaklega vel þar sem þörf er á að stýra aðgengi á einfaldan og faglegan hátt. Þau auðvelda umsjón, auka öryggi og tryggja aðgang að réttum notendum. Hægt er að velja hvort hliðið býður upp á greiðslumöguleika – eða hafi eingöngu aðgangsstýringu án greiðslu, allt eftir þörfum og aðstæðum.
Sjálfvirkur aðgengissali – Nýjasta lausnin fyrir aðgangsstýringu á Íslandi
Sjálfvirkir aðgengissalar eru nýjung á Íslandi og henta vel á stöðum þar sem ákveðið er að selja aðgang að salernisaðstöðu – til dæmis á bensínstöðvum, þjónustumiðstöðvum, söfnum og öðrum opinberum svæðum.
Vélarnar eru stílhreinar, öruggar og taka lítið pláss – aðeins um hurðarbreidd – sem gerir þær auðvelt að koma fyrir án mikillar röskunar á aðstöðu.
Hægt er að stilla vélarnar til að taka við íslenskri mynt, kreditkortum og vildarkortum – allt aðlagað að þörfum rekstraraðila og væntanlegum fjölda gesta.